Stillingar nets

Veldu netkortið þitt og hvort þú viljir stilla það með DHCP. Ef þú ert með mörg netkort mun hvert þeirra hafa stillingaskjá. Þú getur einnig skipt á milli stillingaskjáanna (til dæmis fyrir eth0 og eth1). Upplýsingarnar sem þú slærð inn munu bara eiga við það netkort sem á þann glugga sem þú slóst þær inn í. Ef þú velur Virkja við ræsingu mun stýrikerfið gangsetja netkortið þegar vélin ræsir.

Ef þú hefur ekki aðgang að DHCP eða ert ekki klár á því hvað það er, hafðu þá samband við umsjónarmann netkerfisins.

Næst skaltu slá inn, þar sem það á við, IP vistfang, netmöskva, uppkallsvistfang og Stað í stað vistfang. Ef þú ert óviss um eitthvert þessara atriða skaltu hafa samband við netstjórann þinn.

Ath: Stað í stað vistföng eru einungis notuð til að stilla Stað í stað (point to point) tengingar fyrir CTC og ESCON tæki.

Sláðu inn heiti þessarar vélar. Ef reiturinn er skilinn eftir auður verður notast við "localhost."

Að lokum skaltu slá inn vistfang gáttarinnar og DNS þjónanna þinna.